Harry Maguire fyrirliði Manchester United gæti farið í skiptum fyrir Mason Mount til Chelsea. Ensk blöð segja frá þessu í dag.
United ætlar að leggja fram tilboð í Mount á næstu dögum en enski miðjumaðurinn er sagður hafa samið við United um kaup og kjör.
Maguire má fara frá United í sumar en hann er í aukahlutverki undir stjórn Erik ten Hag.
Maguire var orðaður við Chelsea fyrir ári síðan þegar Thomas Tuchel var stjóri liðsins. Óvíst er hvort Mauricio Pochettino vilji Maguire.
United vonast til að fá Mount fyrir um 50 milljónir punda en Chelsea vill ögn hærri upphæð en það.