Phil Neville hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Inter Miami.
Ákvörðunin var tekin eftir erfiða byrjun Inter Miami á tímabilinu. Tap gegn New York Red Bulls var kornið sem fyllti mælinn. Stuðningsmenn voru orðnir verulega pirraðir á genginu og létu í sér heyra á meðan leik stóð.
Neville hefur verið við stjórnvölinn hjá Inter Miami í tvö og hálft ár. Nú þarf hann að leita sér að nýju starfi.
Áður var Neville þjálfari enska kvennalandsliðsins við góðan orðstýr.
David Beckham er eigandi Inter Miami. Hann og Neville voru auðvitað saman hjá Manchester United um árabil.