Það er ljóst að Lionel Messi mun yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar. Hvert á eftir að koma í ljós. Veðbankar skoða hvað er líklegast.
Hinn 35 ára gamli Messi verður samningslaus í París í sumar og verður samningurinn ekki framlengdur.
Argentínumaðurinn kom frá Barcelona 2021, en eins og frægt er neyddist hann til að yfirgefa Börsunga vegna fjárhagsvandræða félagsins.
Messi hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona. Það er þó ekki líklegasta niðurstaðan. Líklegast er að Messi endi í Sádi-Arabíu.
Enskir miðlar tóku saman líklegasta áfangastað Messi í sumar samkvæmt veðbönkum.
Líklegasti áfangastaður Messi
Eitthvað lið í Sádi-Arabíu: 1,73
Barcelona: 2,38
Inter Miami: 6
Manchester City: 13