Harry Kane vill ekki fara til Bayern Munchen í sumar. Þetta segir í frétt Bild í Þýskalandi.
Enski framherjinn verður þrítugur í sumar og hugsar sér til hreyfings. Hann á ár eftir af samningi sínum við Tottenham.
Fréttir undanfarinna daga hafa verið á þann veg að Kane fari annað hvort til Manchester United eða klári síðasta samningsár sitt hjá Tottenham.
Kappinn hefur hins vegar engan áhuga á að fara frá Englandi, þar sem hann vantar 48 mörk til að bæta met Alan Shearer yfir markaskorun í ensku úrvalsdeildinni.
Þrátt fyrir það hefur Bayern Munchen sýnt Kane mikinn áhuga en þangað vill hann ekki fara.
Kane vill fara til United en er til í að vera hjá Tottenham út samning sinn og fara frítt næsta sumar ef það gengur ekki eftir.