Fullyrt er að UEFA muni refsa Jose Mourinho hressilega fyrir hegðun hans í nótt eftir tapleik gegn Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar.
Mourinho gekk um gólf í bílakjallaranum og gólaði á Anthony Taylor dómara leiksins.
Segir í fréttum nú í hádeginu að Mourinho fái langt bann fyrir hegðun sína og verði málið tekið fyrir á allra næstu dögum.
Paulo Dybala kom Roma yfir í leiknum gegn Sevilla með marki í síðari hálfleik, mikil harka einkenndi leikinn.
Gianluca Mancini varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark og 1-1 var staðan eftir venjulegan leiktíma.
Hart var barist í framlengdum leik en hvorugu liðinu tókst að troða boltanum í netið.
Í vítaspyrnukeppni varð Mancini fyrir því óláni að klikka á spyrnunni, sjálfsmark og vítaspyrna sem fór forgörðum.
Það var ekki eina spyrnan sem Roma klikkaði á og Sevilla var sigurvegari leiksins. Er þetta í fyrsta sinn sem Jose Mourinho, stjóri Roma, tapar úrslitaleik Í Evrópukeppni.
Mourinho beið eftir Taylor í bílakjallara og lét ýmis orð falla.
José Mourinho loses it against EL final referee Taylor in the stadium car park 👀pic.twitter.com/pZNHcpriL1
— Antonello Guerrera (@antoguerrera) June 1, 2023