Það er ljóst að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill styrkja lið sitt vel í sumar.
Liverpool olli miklum vonbrigðum á leiktíðinni og missti af sæti í Meistaradeild Evrópu.
Liðið skorti aðallega betri miðjumenn og á að bæta úr því í sumar. Alexis Mac Allister er líklega á leið til Liverpool frá Brighton.
Þá hafa þeir Ryan Gravenberch hjá Bayern Munchen og Thephren Thuram hjá Nice einnig verið orðaðir við Liverpool.
Klopp gæti einnig styrkt aðrar stöður og liðsfélagi Gravenberch hjá Bayern, Benjamin Pavard, gæti dottið í hús.
Hugsanlegt byrjunarlið Liverpool á næstu leiktíð er hér að neðan.