Karim Benzema er sagður hafa látið Real Madrid vita í gær að hann ætli sér að fara til Sádí Arabíu í sumar.
Franski framherjinn fær 100 milljónir evra á ári fyrir að spila þar í landi. Þá fær hann einnig borgað aukalega fyrir að vera sendiherra fyrir þjóðina.
Hann á að hjálpa til við að reyna að fá HM 2023 til landsins en Cristiano Ronaldo er einnig í því hlutverki.
Benzema er 35 ára gamall en hann mun semja við Al Ittihad.
Benzema hefur verið á mála hjá Real Madrid síðan 2009 og verið ótrúlegur fyrir félagið. Hefur hann til að mynda skorað 353 mörk.
Þá hefur Benzema unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid, þar af Meistaradeild Evrópu fimm sinnum.