FH gerði góða ferð norður á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld.
Liðið heimsótti þá Þór/KA og vann fremur óvæntan sigur.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom þeim yfir eftir hálftíma leik og í restina innsiglaði Sara Montoro 0-2 sigur.
Úrslitin þýða að FH er komið upp í sjöunda sæti deildarinnar með 7 stig.
Þór/KA er tveimur sætum ofar með tveimur stigum meira.