ÍBV tók á móti HK í Bestu deild karla í kvöld.
Eyjamenn höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld á meðan HK hafði tapað síðustu tveimur leikjum í Bestu deildinni eftir frábært vor þeirra.
Útkoman í kvöld varð fremur þægilegur sigur ÍBV.
Sverrir Páll Hjaltested kom þeim yfir snemma leiks og skömmu fyrir hálfleik tvöfaldaði Eyþór Daði Kjartansson forystuna.
Felix Örn Friðriksson innsiglaði svo 3-0 sigur heimamanna á 50. mínútu.
ÍBV lyftir sér með sigrinum upp í níunda sæti deildarinnar með 9 stig.
HK er í sjötta sæti með 13 stig.