Það er ljóst að Declan Rice er efstur á óskalista Arsenal fyrir sumarið. Félagið undirbýr tilboð í hann.
Rice á tvö ár eftir af samningi sínum við West Ham en hugsar sér til hreyfings í sumar.
Hann hefur verið orðaður við nokkur stórlið en Arsenal leiðir kapphlaupið.
Mikel Arteta vill styrkja miðsvæði sitt í sumar og er Rice maðurinn sem hann vill fá á svæðið.
Talað hefur verið um að West Ham vilji allt að 120 milljónir punda fyrir Rice.
Ekki er ljóst hvort Arsenal sé til í að borga svo mikið en samkvæmt nýjustu fregnum mun fyrsta tilboð Arsenal berast West Ham eftir úrslitaleik Sambandsdeildarinnar, þar sem Hamrarnir mæta Fiorentina.
Leikurinn fer fram næstkomandi miðvikudag.
Arsenal official bid for Declan Rice will be submitted after the Europa League final. Plan very clear. ⚪️🔴⤵️ #AFC https://t.co/cwL483INCY
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 1, 2023