Ashley Young mun yfirgefa Aston Villa nú þegar samningur hans rennur út. Félagið staðfestir þetta.
Hinn 37 ára gamli Young hefur verið á mála hjá Villa undanfarin tvö tímabil. Hann sneri aftur til félagsins árið 2021.
Kappinn var einnig á mála hjá Villa frá 2007 til 2011 áður en hann hélt til Manchester United. Hann stoppaði svo stutt hjá Inter á Ítalíu áður en hann sneri aftur til Villa.
Young lék 32 leiki á leiktíðinni sem er að klárast en hefur í heildina spilað 250 leiki fyrir Villa.
A true Aston Villa legend. 🤝
Thank you for everything, @Youngy18. 💜 pic.twitter.com/uTzlNntsfH
— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 31, 2023