Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands mun í næstu viku velja landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni Evrópumótsins. Liðið mætir Slóvakíu og Portúgal á heimavelli.
Albert Guðmundsson leikmaður Genoa snýr aftur í hópinn eftir tæplega árs fjarveru þar sem bæði Arnar Þór Viðarsson hætti að velja hann og Albert neitaði svo síðar að mæta í hópinn.
Birkir Bjarnason er byrjaður að spila í Noregi og gæti komið aftur í hópinn en aðrir leikmenn hafa verið í undanförnum verkefnum.
Íslenska liðið verður að vinna Slóvakíu til að eiga séns á að fara á Evrópumótið í Þýskalandi.
Hareide hefur boðað agaðan landsliðshóp en mögulegt byrjunarlið Íslands gæti litið svona út gegn Slóvakíu, þann 17 júní.
Mögulegt byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarssson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Davíð Kristján Ólafsson
Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason
Hákon Arnar Haraldsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Alfreð Finnbogason
Arnór Sigurðsson