Simon Jordan sérfræðingur TalkSport vorkennir Erik ten Hag ekki neitt fyrir að hafa ekki fengið peninga frá eigendum félagsins til að kaupa leikmenn í janúar.
Hann segir að Ten Hag hefði getað sparað aurinn síðasta sumar í stað þess að eyða 16 milljörðum í Antony.
„Ten Hag hefði getað eytt 170 milljónum punda í ágúst og þá átt 50 milljónir punda í janúar. Hefði það verið betra?,“ spyr Jordan.
„Þú ákvaðst að eyða öllu strax, þú eyddir 220 milljónum punda fyrir tímabilið. Stór hluti af því fór í Antony.“
Antony kom frá Ajax fyrir 90 milljónir punda en hefur ekki enn tekist að slá í gegn á Old Trafford.
„Hann er 16 milljarða rusl, hann fer svo að kvarta yfir því að hafa ekki peninga í janúar.“
„Hann talar ekkert um það að hafa fengið Antony en ekki fengið hann til að virka.„