ÍBV 1 – 2 Tindastóll
1-0 Olga Sevcova
1-1 Melissa Alison Garcia
1-2 Melissa Alison Garcia
Fyrsta leik dagsins í Bestu deild kvenna er lokið en Tindastóll sótti góðan sigur til Vestmannaeyja í kvöld.
Eyjakonur tóku forystuna nokkuð snemma leiks þegar Olga Sevcova kom knettinum í netið.
Það var hins vegar Melissa Alison Garcia sen var hetja Tindastóls og skoraði bæði mörk liðsins.
ÍBV er í áttunda sæti með sex stig eftir sex leiki en Tindastóll er í fimmta sæti með átta stig.