Erik ten Hag er að klára fínasta fyrsta tímabil með Manchester United. Hann vill hins vegar styrkja leikmannahóp sinn í sumar til að halda áfram að bæta liðið.
United hafnaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og vann enska deildarbikarinn. Þá er liðið komið í úrslitaleik enska bikarsins gegn Manchester City.
Það er óvissa með framtíð markvarðarins David De Gea fyrir sumarið. Hann er að verða samningslaus. Talið er að Diogo Costa hjá Porto sé á óskalista United.
Þá hefur bakvörðurinn Jeremie Frimpong hjá Bayer Leverkusen og miðjumaðurinn Mason Mount hjá Chelsea einnig verið orðaður við komu á Old Trafford.
Loks er það sagan endalausa um Harry Kane. Hann á ár eftir af samningi sínum við Tottenham og er sagður vilja fara til Manchester United.
Mirror setti saman mögulegt byrjunarlið United á næstu leiktíð ef Ten Hag nær markmiðum sínum á félagaskiptamarkaðnum.