Það var aldeilis stjörnum prýt brúðkaup þegar Lautaro Martinez og Agustina Gandolfo gengu í það heilaga á Ítalíu.
Martinez er sóknarmaður Inter á Ítalíu og því fjöldi þekktra andlita í brúðkaupinu. Var það haldið við Como-vatn á Ítalíu.
Martinez og Gandolfo hafa verið saman síðan 2018 og eiga eina dóttur saman.
Í brúðkaupinu voru til að mynda liðsfélagar Martinez í argentíska landsliðinu, sem varð heimsmeistari undir lok síðasta árs. Má þar nefna Enzo Fernandez, Alexis Mac Allister og Emi Martinez.
Einnig voru liðsfélagar Martinez hjá Inter á svæðinu.
Martinez er að eiga ansi gott tímabil. Auk þess að hafa orðið heimsmeistari með landi sínu er hann kominn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Inter, þar sem andstæðingurinn verður Manchester City.
Þá skoraði Martinez 21 mark í ítölsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Hér að neðan eru myndir úr brúðkaupinu.