Mason Mount er á barmi þess að ganga í raðir Manchester United eftir að enska félagið náði samkomulagi við kappann um kaup og kjört. Telegraph segir frá þessu í kvöld.
Búist er við að United nái samkomulagi við Chelsea um að kaupa enska landsliðsmanninn á allra næstu dögum.+
Liverpool og Arsenal vildu bæði fá Mount frá Chelsea en hann hafði mestan áhuga á því að fara til United.
Mount er 24 ára gamall en á aðeins ár eftir af samningi sínum við Chelsea. Hann og félagið hafi ekki náð saman um nýjan samning.
Búist er við að United borgi nálægt 40 milljónum punda fyrir Mount sem hefur alla tíð verið hjá Chelsea.
Erik ten Hag stjóri United vill styrkja hóp sinn í sumar og stefnir allt í það að Mount verði þar fyrstur á blaði.