Sevilla er sigurvegari Evrópudeildarinnar árið 2023 eftir sigur í vítaspyrnukeppni. Úrslitaleikurinn fór fram í Ungverjalandi.
Paulo Dybala kom Roma yfir í leiknum gegn Sevilla með marki í síðari hálfleik, mikil harka einkenndi leikinn.
Gianluca Mancini varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark og 1-1 var staðan eftir venjulegan leiktíma.
Hart var barist í framlengdum leik en hvorugu liðinu tókst að troða boltanum í netið.
Í vítaspyrnukeppni varð Mancini fyrir því óláni að klikka á spyrnunni, sjálfsmark og vítaspyrna sem fór forgörðum.
Það var ekki eina spyrnan sem Roma klikkaði á og Sevilla var sigurvegari leiksins. Er þetta í fyrsta sinn sem Jose Mourinho, stjóri Roma, tapar úrslitaleik Í Evrópukeppni.
Sevilla var að vinna sinn sjöunda úrslitaleik í Evrópudeildinni en liðið hefur aldrei tapað á þessu stigi keppninnar.