Lionel Messi var fjarri góðu gamni í stjörnum prýddu brúðkaupi Lautaro Martinez um helgina.
Martinez og Agustina Gandolfo gengu í það heilaga á Ítalíu um helgina. Martinez er sóknarmaður Inter á Ítalíu og því fjöldi þekktra andlita í brúðkaupinu. Var það haldið við Como-vatn á Ítalíu.
Meira
Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt brúðkaup við Como-vatn
Martinez og Gandolfo hafa verið saman síðan 2018 og eiga eina dóttur saman.
Í brúðkaupinu voru til að mynda liðsfélagar Martinez í argentíska landsliðinu, sem varð heimsmeistari undir lok síðasta árs. Má þar nefna Enzo Fernandez, Alexis Mac Allister og Emi Martinez.
Það vantaði hins vegar Messi.
Ástæðan er sú að hann var á Coldplay tónleikum í Barcelona. Var Cesc Fabregas, fyrrum liðsfélagi hans, með í för.