Lionel Messi stendur til boða að þéna tvöfalt meira en Cristiano Ronaldo ef hann velur það að fara til Sádí Arabíu í sumar.
Messi er samningslaus í sumar og ætlar ekki að vera áfram hjá PSG. Al-Hilal vill fá Messi en Ronaldo leikur með Al Nassr.
Ronaldo þénar 275 milljónir punda á ári og er launahæsti íþróttamaður í heimi eins og staðan er í dag.
Samkvæmt fréttum í Frakklandi mun Messi hins vegar frekar kjósa það að fara til Barcelona.
Barcelona er hins vegar í fjárhagskrísu og getur ekki svo auðveldlega samið við Messi. Hins vegar virðist plan vera á bak við tjöldin.
Þar segir að David Beckham eigandi Inter Miami gæti hlaupið til og hjálpað Barcelona.
Messi myndi þá semja við Inter Miami sem myndi svo lána Messi til Barcelona í 18 mánuði. Hann myndi svo klára ferilinn í Miami. Hvort af þessu verði er á þessum tímapunkti óljóst.