Samkvæmt enskum götublöðum er Harry Kane klár í að verða samningslaus ef Tottenham selur hann ekki til Manchester United í sumar.
Mikið hefur verið fjallað um áhuga United á Kane í sumar en Daniel Levy stjórnarformaður Tottenahm er ólíklegur til þess að selja hann.
Ensk blöð segja að Kane vilji fara til United og að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning við Tottenham.
Kane skoraði 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinnu sem var að ljúka.
United er eini raunhæfi möguleikinn fyrir Kane á Englandi í sumar en hvorki Manchester City né Liverpool eru á eftir framherja.
FC Bayern hefur áhuga á Kane en hann er sagður vilja vera áfram á Englandi til að geta orðið markahæsti leikmaður í efstu deildar þar í landi.