Breska götublaðið The Sun heldur því fram í dag að Neymar hafi áhuga á að ganga í raðir Manchester United í sumar.
Neymar er sagður opinn fyrir því að yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar. Sex ár eru fá því að PSG gerði Neymar að dýrasta leikmanni heims með því að kaupa hann á um 200 milljónir punda frá Barcelona. Þó á kappinn fjögur ár eftir af samningi sínum.
Þrátt fyrir það gæti Brasilíumaðurinn farið. Á dögunum var sagt frá því að hann væri þreyttur á að vera í skugga Kylian Mbappe í París.
Það gætu orðið töluverðar breytingar á PSG í sumar. Lionel Messi er á förum og fleiri gætu farið sömu leið.