Fulham hefur áhuga á Fred, leikmanni Manchester United.
Brasilíski miðjumaðurinn gæti farið í sumar en hann var í aukahlutverki undir stjórn Erik ten Hag á leiktíðinni.
Fred byrjaði aðeins tólf leiki í ensku úrvalsdeildinni og var oft á eftir mönnum eins og Casemiro, Bruno Fernandes og Christian Eriksen í goggunarröðinni á miðjunni.
Hann ýjaði að því í nýlegu viðtali að hann gæti farið. „Hvað varðar mína frammistöðu finnst mér ég hafa spilað vel. Ég hefði samt viljað fá fleiri mínútur á vellinum.
Þegar ég var inni á vellinum fannst mér ég gera það sem til var ætlast af mér.“
Sem fyrr segir hefur Fulham áhuga. Liðið kom öllum á óvart sem nýliði í ensku úrvaldseildinni og hafnaði í tíunda sæti.