Þremur leikjum var að ljúka úr Bestu deild kvenna. Þar vann Breiðablik góðan og sannfærandi sigur á Selfossi.
Blikar komust í 0-3 í fyrri hálfleik og sigldu því heim með sannfærandi hætti.
Valur vann Þrótt á útivelli en liðin áttust við um liðna helgi þar sem Þróttur vann sigur í bikarnum.
Stjarnan vann svo öflugan sigur á Keflavík.
Valur er á toppi deildarinnar með 13 stig, Breiðablik með 12 stig og Stjarnan er með tíu stig í þriðja sæti.
Selfoss 0 – 3 Breiðablik
0-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir
0-2 Andrea Rut Bjarnadóttir
0-3 Barbára Sól Gísladóttir (Sjálfsmark)
Þróttur R. 1 – 2 Valur
0-1 Bryndís Arna Níelsdóttir
0-2 Bryndís Arna Níelsdóttir
1-2 Tanya Laryssa Boychuk
Stjarnan 3 – 0 Keflavík
1-0 Anna María Baldursdóttir
2-0 Sædís Rún Heiðarsdóttir
3-0 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir