Tottenham hyggst virkja klásúlu í lánssamningi Dejan Kulusevski og kaupa hann í sumar. Þetta segir The Athletic.
Kulusevski gekk í raðir Tottenham frá Juventus í janúar 2022 á 18 mánaða lánssamningi.
Sá samningur er nú að klárast en hefur Tottenham möguleika á að kaupa Svíann á 31 milljón punda.
Miðað við nýjustu fréttir mun félagið gera það.
Tottenham átti skelfilegt tímabil og missti af Evrópusæti. Kulusevski átti hins vegar ágætis leiktíð, skoraði tvö mörk og lagði upp sjö.