Það gengur illa fyrir Arsenal að semja við William Saliba um nýjan samning á Emirates leikvanginum.
Samningur Saliba rennur út næsta sumar og getur hann farið frítt þá ef hann skrifar ekki undir.
Arsenal vill því semja við hann en það gengur illa. Félagið er til í að borga honum 120 þúsund pund á viku en ensk blöð segja að Saliba og fulltrúar hans sætti sig ekki við það og að Arsenal sé raunar í áfalli yfir hversu miklar kröfurnar eru af hálfu Frakkans.
Paris Saint-Germian er sagt fylgjast náið með gangi mála hjá Saliba, sem er með mikla reynslu úr frönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað með Saint-Etienne, Nice og Marseille.
Ljóst er að PSG gæti boðið Saliba hærri laun en Arsenal.
Miðvörðurinn ungi var frábær fyrir Arsenal á leiktíðinni áður en hann meiddist í vor.