Xavi, stjóri Barcelona, segir að það sé nær aðeins undir Lionel Messi komið að snúa aftur til Barcelona.
Eins og allir vita yfirgaf Messi Barcelona í sárum fyrir tveimur árum síðan vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hélt hann til Paris Saint-Germain.
Nú er hins vegar ljóst að Argentínumaðurinn er á förum frá París. Hefur hann verið orðaður við endurkomu til Barcelona en einnig Al Hilal í Sádi Arabíu og Inter Miami í Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt.
„Stuðningsmenn okkar syngja nafn Messi í hverjum einasta leik. Mér líkar það en treystið mér, það er undir Messi komið að snúa aftur eða ekki. Ákvörðunin er 99% hans,“ segir Xavi, þrátt fyrir mikinn fjárhagsvanda Barcelona.
Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort Messi passi inn í lið Börsunga í dag. Xavi hefur ekki áhyggjur af því.
„Hvað fótboltann varðar er ég ekki í neinum vafa. Hann verður að taka ákvörðun.