Íþróttavikan var á dagskrá fyrir helgi, líkt og alla föstudaga. Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson var gestur. Hann fór meðal annars yfir tímabilið með Atromitos í Grikklandi. Þar var Chris Coleman þjálfari hans.
Hinn 33 ára gamli Viðar gekk í raðir Atromitos fyrir síðustu leiktíð. Hann skoraði átta mörk fyrir félagið í öllum keppnum en greindi frá því í Íþróttavikunni að hann væri á förum.
Sem fyrr segir var Chris Coleman þjálfari hans þar. Sá hefur stýrt liðum á borð við Fulham og Sunderland, sem og velska landsliðinu.
„Hann er svolítið gamli skólinn. Þetta snerist fyrst og fremst um úrslit,“ sagði Viðar um Coleman í þættinum.
„Hann er rosalega góður „in-game-manager.“ Hann kveikir í mönnum fyrir leiki og í hálfleik. Hann veit alveg hvað hann er að gera og er staðráðinn í að koma sér aftur á kortið.“
Nýr þáttur af Íþróttavikunni kemur út öll föstudagskvöld. Þátturinn kemur svo út í hlaðvarpsformi á allar helstu veitur morguninn eftir.