James Tarkowski var lykilmaður í liði Everton á nýafstaðinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Miðvörðurinn lék alla leiki í hjarta varnarinnar hjá liðinu. Það sem meira er, hann spilaði hverja einustu mínútu.
Hann var eini útileikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni til að gera það á leiktíðinni.
Tarkowski var á sínu fyrsta tímabili með Everton eftir að hafa komið frá Burnley síðasta sumar.
Annað tímabilið í röð var Everton hársbreidd frá því að falla úr ensku úrvalsdeildinni. Liðið bjargaði sér í lokaumferðinni.
James Tarkowski was the ONLY outfield player with every minute of the 2022/23 Premier League season under his belt 👏⏱️ pic.twitter.com/9YNnJZLlUs
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 30, 2023