Manchester United hefur ekki enn tekið ákvörðun um framtíð Mason Greenwood, leikmanns félagsins. Mun félagið hins vegar ráðfæra sig við hagsmunaaðila áður en ákvörðun verður tekin.
Breski miðillinn Daily Star fjallar um málið í kvöld. 18 mánuðir eru frá því að hinn 21 árs gamli Greenwod var handtekinn og kærður fyrir nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.
Ekki var ákært í málinu eftir að vitni breyttu framburði sínum og ný gögn komu fram í málinu. United ákvað þá að hefja rannsókn á málinu.
Þeirri rannsókn er ekki lokið. Æðstu menn hjá félaginu eru enn að íhuga hvað skuli gera með Greenwood, sem var einn efnilegasti leikmaður heims áður en mál hans kom upp.
Þegar niðurstaða er komin í málið mun félagið ráðfæra sig við hagsmunaaðila. Þar á meðal eru kvennalið félagsins, styrktaraðilar og fleiri.
Lokaniðurstaðan liggur svo hjá eigendum United. Sem stendur er það Glazer fjölskyldan, sem reynir þó að selja félagið.