Þrjú úrvalsdeilarfélög eru á eftir Jack Clarke, leikmanni Sunderland í ensku B-deildinni.
Clarke er 22 ára gamall kantmaður sem fór á kostum með Sunderland á nýafstaðinni leiktíð. Hann skoraði 11 mörk og lagði upp 13 í öllum keppnum, en lið hans hafnaði í sjötta sæti og fór í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Burnley, Brentford og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni hafa fylgst vel með góðu gengi Clarke og vilja fá hann í sínar raðir.
Clarke gekk endanlega í raðir Sunderland síðasta sumar frá Tottenham, en hann hafði verið á láni hjá liðinu í C-deildinni í fyrra. Hann kostaði Tottenham á sínum tíma um 10 milljónir punda er hann kom frá Leeds.
Kappinn á þrjú ár eftir af samningi sínum við Sunderland en þrátt fyrir það er félagið þegar farið að vinna í nýjum samningi til að fæla úrvalsdeildarlið frá. Liðið ætlar sér upp í úrvalsdeildina á næstu leiktíð og lítur á Clarke sem lykilþátt í því.
Burnley, Brentford and Crystal Palace have all submitted bids for Sunderland talent Jack Clarke. ⚪️✨ #SAFC
Understand Sunderland are currently negotiating a new deal for Clarke as he’s considered ‘vital’ for the club to get promoted. pic.twitter.com/JUTcSWrEEt
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 30, 2023