Sverrir Ingi Ingason varnarmaður PAOK í Grikklandi er verðmætasti knattspyrnumaður sem Ísland á í dag, Sverrir er metinn á 4 milljónir evra ef marka má vef Transfermarkt. Um er að ræða 600 milljónir íslenskra króna.
Sverrir hefur átt ansi góð ár í Grikklandi og átt fast sæti í mjög sterku liði PAOK. Lengd samnings, aldur og frammistaða spilar stóra rullu í verðmati vefsins.
Þrír Íslendingar eru metnir á 3,5 milljón evra en þar eru Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson allir.
Rúnar Alex Rúnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni og raða þeir sér í níunda og tíunda sæti listans.
Íslenskir knattspyrnumenn hafa oft verið með hærra verðmat á sér en sem dæmi var Gylfi Þór Sigurðsson metinn á 35 milljónir evra sumarið 2019.
Tíu verðmætustu knattspyrnumenn Íslands.
Sverrir Ingi Ingason – 4 milljónir evra
Albert Guðmundsson – 3,5 milljón evra
Arnór Sigurðsson – 3,5 milljón evra
Ísak Bergmann Jóhannesson – 3,5 milljón evra
Jón Dagur Þorsteinsson – 2,5 milljón evra
Hörður Björgvin Magnússon – 2 milljónir evra
Hákon Arnar Haraldsson – 2 milljónir evra
Alfons Sampsted – 1,5 milljón evra
Rúnar Alex Rúnarsson – 1,3 milljónir evra
Jóhann Berg Guðmundsson – 1,2 milljónir evra