fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
433Sport

Þetta eru tíu verðmætustu knattspyrnumenn Íslands – Sá verðmætasti metinn á 600 kúlur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Ingi Ingason varnarmaður PAOK í Grikklandi er verðmætasti knattspyrnumaður sem Ísland á í dag, Sverrir er metinn á 4 milljónir evra ef marka má vef Transfermarkt. Um er að ræða 600 milljónir íslenskra króna.

Sverrir hefur átt ansi góð ár í Grikklandi og átt fast sæti í mjög sterku liði PAOK. Lengd samnings, aldur og frammistaða spilar stóra rullu í verðmati vefsins.

Þrír Íslendingar eru metnir á 3,5 milljón evra en þar eru Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson allir.

Rúnar Alex Rúnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni og raða þeir sér í níunda og tíunda sæti listans.

Íslenskir knattspyrnumenn hafa oft verið með hærra verðmat á sér en sem dæmi var Gylfi Þór Sigurðsson metinn á 35 milljónir evra sumarið 2019.

Tíu verðmætustu knattspyrnumenn Íslands.
Sverrir Ingi Ingason – 4 milljónir evra
Albert Guðmundsson – 3,5 milljón evra
Arnór Sigurðsson – 3,5 milljón evra

Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu

Ísak Bergmann Jóhannesson – 3,5 milljón evra
Jón Dagur Þorsteinsson – 2,5 milljón evra
Hörður Björgvin Magnússon – 2 milljónir evra

Hákon Arnar Haraldsson – 2 milljónir evra
Alfons Sampsted – 1,5 milljón evra
Rúnar Alex Rúnarsson – 1,3 milljónir evra
Jóhann Berg Guðmundsson – 1,2 milljónir evra
Getty Images

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Í gær

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári