James Milner sem er að yfirgefa Liverpool var á meðal leikmanna sem hlupu mest í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Miðað er við hlaupna kílómetra að meðaltali á 90 mínútum.
Milner er 37 ára gamall og er að fara frá Liverpool en sagt hefur verið frá því að hann fari til Brighton.
Brenden Aaronson sem er hjá Leeds hljóp sömu vegalengd að meðaltali.
Athygli vekur að Roberto Firmino sem er einnig að fara frá Liverpool og Christian Eriksen koma þar skammt á eftir.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.