Íþróttavikan var á dagskrá fyrir helgi, líkt og alla föstudaga. Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson var gestur. Enski boltinn kláraðist um helgina og var hann að sjálfsögðu til umræðu í þættinum.
Viðar er stuðningsmaður Arsenal. Hann þurfti að horfa upp á sína menn missa af Englandsmeistaratitlinum á lokametrunum eftir að hafa leitt úrvalsdeildina lengi vel.
Slæmur kafli í síðustu umferðunum varð Skyttunum að falli.
„Ef Arsenal hefði getað eitthvað síðasta mánuðinn væri þetta allt annað. Þeir væru enn með einhver stig á City ef þeir hefðu unnið þessa skildusigra,“ sagði Viðar í þættinum.
„Það er svo blóðugt eftir á að hyggja.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Nýr þáttur af Íþróttavikunni kemur út öll föstudagskvöld. Þátturinn kemur svo út í hlaðvarpsformi á allar helstu veitur morguninn eftir.