Erik ten Hag hefur gefið óljós svör um það hvort Mason Greenwood framherji félagsins fái að mæta aftur til æfinga og spila fyrir félagið.
18 mánuðir eru frá því að Greenwod var handtekinn og ákærður fyrir nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.
Ekki var ákært í málinu eftir að vitni breyttu framburði sínum og ný gögn komu fram í málinu. United ákvað þá að hefja rannsókn á málinu.
Greenwood var einn efnilegasti leikmaður í heimi þegar málið kom upp. „Hann hefur sannað í fortíðinni að hann getur svo sannarlega skorað mörk,“ segir Ten Hag í vðtali við Times.
Greenwood hefur hins vegar ekki fengið svör um hvað gerist en lið á Ítalíu og Tyrklandi vilja kaupa hann. Ten Hag sagði að það væri undir þeim sem eiga félagið að taka ákvörðun hvort Greenwood snúi aftur.