Mauricio Pochettino nýr knattspyrnustjóri Chelsea hefur ákveðið að félagið kaupi ekki Joao Felix sóknarmann Atletico Madrid í sumar.
Felix litli kom á láni í janúar og sýndi ágætis takta í ömurlegu Chelsea liði sem endaði fyrir neðan miðja deild.
Pochettino var ráðinn til starfa í gær en hann er byrjaður að taka ákvarðanir um það sem skal gera til að laga hlutina.
„Við höfum fengið þau skilaboð að Poch treystir ekki á Felix, hann kemur hingað og við erum ekki með neit plan,“ sagði forseti Atletico Madrid.
Pochettino hefur verið í fríi frá fótboltanum í heilt ár eftir að PSG rak hann en Chelsea er þriðji klúbbur hans á Englandi. Áður hafði hann stýrt Southampton og Tottenham.
🚨🔵 João Félix will NOT stay at Chelsea next season. Pochettino has decided, João returns to Atléti.
“We have been informed that Poch does not count with João Félix for Chelsea. He will return here, we’ll see… we’ve nothing planned”, Atlético president Cerezo has announced. pic.twitter.com/81i7fYauWG
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 30, 2023