Karim Benzema er með risatilboð á borðinu frá félagi í Sádi-Arabíu. Leikmaðurinn þarf nú að taka stóra ákvörðun.
Hinn 35 ára gamli Benzema er að verða samningslaus hjá Real Madrid. Félagið er löngu búið að bjóða honum nýjan samning.
Fulltrúar franska framherjans hafa látið Real Madrid vita að hann sé alvarlega að íhuga tilboðið frá Sádi-Arabíu.
Benzema hefur verið á mála hjá Real Madrid síðan 2009 og verið ótrúlegur fyrir félagið. Hefur hann til að mynda skorað 353 mörk.
Þá hefur Benzema unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid, þar af Meistaradeild Evrópu fimm sinnum.
Karim Benzema has received a huge, big proposal from Saudi club — Real Madrid have been informed by Benzema’s camp that he’s seriously considering that and he will decide soon. 🚨⚪️🇸🇦 #Benzema
Real have Karim’s new deal documents ready since last year but nothing signed yet. pic.twitter.com/Rri4JJ8YYS
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 30, 2023