Paris Saint-Germain er byrjað að kanna það hvort Martin Odegaard fyrirliði Arsenal sé klár í að koma til félagsins í sumar.
Ensk blöð segja frá en það er talið ólíklegt að Odegaard sé hreinlega til sölu.
Norski miðjumaðurinn var frábær á þessu tímabili og líklega jafn besti leikmaður liðsins þegar Arsenal endaði í öðru sæti.
Odegaard skoraði 15 mörk og lagði upp átta í 37 leikjum. Hann var áður í herbúðum Real Madrid.
PSG vill styrkja lið sitt í sumar en Odegaard er 24 ára gamall og hefur komið ferli sínum af stað hjá Arsenal.