Liverpool hefur staðfest komu Jorg Schmadtke til félagsins en hann tekur við sem yfirmaður knattspyrnumála.
Schmadtke tekur við af Julian Ward sem sagði starfi sínu lausu fyrir nokkru síðan.
Schmadtke er vinur Jurgen Klopp en hann hefur unnið hjá Aachen, Hannover, Köln og Wolfsbuirg.
Klopp talaði vel um Schmadtke á dögunum en sagði að hann væri ekki að fá starfið vegna þess að hann væri Þjóðverji. „Ef það gerist er það ekki Klopp sem ræður af því að við erum báðir frá Þýskalandi. Það hefur ekkert með það að gera,“ sagði Klopp.
„Hann er góður maður og mjög klókur, hann hefur gert virkilega vel í Þýskalandi. Hann hefur náð mjög góðum árangri.“