Enska úrvalsdeildin kláraðist um helgina þar sem bæði Leeds og Leicester féllu úr deildinni.
VAR tæknin sem dómarar nýta sér til að reyna að leiðrétta mistök var í sviðsljósinu og ekki alltaf fyrir réttu hlutina.
Aston Villa fagnar vafalítið VAR en liðið hefði endað með ellefu stigum minna ef ekki værir fyrir VAR.
Villa græddi liða mest á VAR en Liverpool fagnar tækninni líka enda fékk liðið sex stigum meira í ár þökk sé VAR.
Manchester City og Leeds töpuðu mest á VAR eða fimm stigum. Svona hefði deildin endað á VAR.