WhoScored.com gefur leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni einkunn eftir hvern einasta leik út frá tölfræði leikmanna.
Út frá meðaleinkunn leikmanna hefur vefurinn nú sett saman lið ársins.
Enska deildin kláraðist um helgina en Manchester City vann deildina sannfærandi, þá féllu Southampton, Leeds og Leicester úr deildinni.
City á þrjá leikmenn í liði WhoScored en Manchester United sem endaði í þriðja sæti á tvo fulltrúa. Aðeins einn kemur frá Arsenal.
Newcastle á tvo fulltrúa og það á Brentford sömuleiðis. Harry Kane er svo í fremstu víglínu en hann skoraði 30 mörk fyrir Tottenham.