Stuðningsmenn Leicester og West Ham United tókust á um helgina fyrir síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Myndband náðist af því þegar sparkað var í andlitið á manni.
Flestar knattspyrnubullur á Englandi eru nú farnar í sumarfrí þar sem deildin er komin í frí fram í ágúst.
Atvikið nálægt King Power vellinum er hins vegar óhugnanlegt. Þar liggur maður í jörðinni eftir átök og sparkað er í andlitið hans.
Maðurinn sem fær höggið liggur kylliflatur í kjölfarið eins og sjá má hér að neðan
Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni um helgina en West Ham var í fínu formi og spilar til úrslita í Sambandsdeildinni í Evrópu.
18+, 28.05.2023 England🏴 Leicester vs West Ham. ~10x~10 in for Leicester win. 1 West Ham KO pic.twitter.com/3JDqQV6anA
— Gruppaof (@gruppaof_hools) May 28, 2023