Búið er að draga í átta liða úrslitin í bikarnum hjá konunum en dregið var í hádeginu í dag.
Þróttur sem vann Val í 16 liða úrslitum fær annað erfitt verkefni og mætir nú Breiðablik.
Víkingur sem leikur í næst efstu deild tekur á móti Selfoss á heimavelli. Drátturinn er í heild hér að neðan.
Drátturinn:
Keflavík – Stjarnan
Þróttur – Breiðablik
Víkingur – Selfoss
ÍBV – FH