Jude Bellingham þarf samkvæmt fréttum að draga sig út úr enska landsliðshópnum vegna þess að hann er á leið í aðgerð. Daily Mail segir frá.
Bellingham gat ekki spilað síðasta leik tímabilsins með Dortmund vegna meiðsla í hné.
Enski miðjumaðurinn horfði á liðsfélaga sína kasta frá sér titlinum með jafntefli við Mainz í lokaumferðinni.
Bellingham er sagður fara til Real Madrid í sumar og allt virðist svo gott sem klappað og klárt.
England á tvo landsleiki í undankeppni EM í júní en Bellingham ku ætla í aðgerð til að vera klár í næstu leiktíð.