Það er eflaust nokkuð dökkt yfir herbúðum Borussia Dortmund þessa dagana eftir að liðið glutraði frá sér Þýskalandsmeistaratitlinum á grátlegan hátt um helgina. Stemningin gæti orðið enn súrari ef marka má nýjustu fréttir.
Dortmund þurfti aðeins að vinna Mainz á heimavelli til að tryggja sér titilinn. Það mistókst og varð Bayern Munchen Þýskalandsmeistari ellefta árið í röð.
Til að strá salti í sár Dortmund vill Bayern einn af lykilmönnum liðsins í sínar raðir. Um er að ræða Raphael Guerrero.
Portúgalski landsliðsmaðurinn er að vera samningslaus eftir sjö ár hjá Dortmund og verður því frjáls ferða sinna.
Guerrero hefur hafið viðræður við Bayern og eru líkur á að samningar náist.
Kappinn spilaði alls 224 leiki fyrir Dortmund. Hann skoraði 40 mörk og varð bikarmeistari í tvígang með félaginu.
Þetta yrði alls ekki í fyrsta sinn sem lykilmaður Dortmund færi til Bayern. Það hafa menn á borð við Mario Götze, Robert Lewandowski og Mats Hummels einnig gert í fortíðinni.
❗️News #Guerreiro: The player is aware of Bayern‘s interest. Understand he can really imagine to join Bayern as he would like to continue in Germany. Bayern wants him as revealed. First talks were very positive.
➡️ Some team mates are also aware of the fact that Bayern wants… pic.twitter.com/MuwJ96mq7c
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) May 30, 2023