Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Að þessu sinni sat Viðar Örn Kjartansson með þeim.
Staðan á karlaliði Selfoss var tekin fyrir, en Viðar er uppalinn þar. Hann vill sjá meiri metnað hjá félaginu, en liðið er í Lengjudeildinni.
„Það sama hefur verið í gangi í allt of mörg ár í röð. Einhvern tímann þarf að taka skrefið upp á við.
Aðstaðan er fín á Selfossi þó það sé ekki sama fjármagn og annars staðar til að styrkja liðið svakalega en mér finnst vanta örlítið meiri metnað.“
Umræðan í heild er í spilaranum.