Kevin de Bruyne endaði sem stoðsendingakóngur ensku úrvalsdeildarinnar en lokaumferðin fór fram í gær.
De Bruyne lagði upp 16 mörk á tímabilinu fyrir Man City sem varð enskur meistari í enn eitt skiptið.
Mohamed Salah og Leandro Trossard voru í öðru sæti með 12 en sá fyrrnefndi spilar með Liverpool og sá síðarnefndi með Arsenal.
Hér má sjá þá stoðsendingahæstu á tímabilinu sem er nú lokið.
1. Kevin De Bruyne | Manchester City | 16 stoðsendingar
2. Mohamed Salah | Liverpool | 12 stoðsendingar
3. Leandro Trossard | Arsenal/Brighton | 12 stoðsendingar
4. Bukayo Saka | Arsenal | 11 stoðsendingar
5. Michael Olise | Crystal Palace | 11 stoðsendingar
6. Riyad Mahrez | Manchester City | 10 stoðsendingar
7. James Maddison | Leicester City | 9 stoðsendingar
8. Trent Alexander-Arnold | Liverpool | 9 stoðsendingar
9. Andrew Robertson | Liverpool | 8 stoðsendingar
10. Ivan Perišić | Tottenham Hotspur | 8 stoðsendingar
11. Bruno Fernandes | Manchester United | 8 stoðsendingar
12. Christian Eriksen | Manchester United | 8 stoðsendingar
13. Morgan Gibbs-White | Nottingham Forest | 8 stoðsendingar
14. Pascal Gross | Brighton & Hove Albion | 8 stoðsendingar
15. Erling Haaland | Manchester City | 8 stoðsendingar
16. Bryan Mbeumo | Brentford | 8 stoðsendingar