Steven Lennon, leikmaður FH, verður frá í um sex vikur vegna meiðsla en frá þessu greinir Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins.
Heimir staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í gær en Lennon var ekki í hóp gegn HK í leik gærdagsins.
FH vann svakalegan 4-3 sigur á HK í níundu umferð en liðið lenti þrisvar undir en tókst að lokum að ná í sigurinn.
Lennon hefur lengi verið einn mikilvægasti leikmaður FH og er áfall fyrir liðið að missa hann frá í svo langan tíma.
Einnig er komið á hreint að Hörður Ingi Gunnarsson muni ekki spila meira með FH-ingum í sumar.
„Steven Lennon er eitthvað frá líka. Það er eitthvað talað um sex vikur,“ sagði Heimir við Fótbolta.net.