Klæmint Olsen, leikmaður Breiðabliks, bauð upp á ótrúlegt klúður í leik gegn Keflavík í kvöld.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Blikar hefðu með öllu átt að ná í þrjú stig úr viðureigninni.
Færeyingurinn fékk klárlega besta færi leiksins en mistókst að koma knettinum í netið á marklínunni.
Veðrið var ekki frábært í Keflavík á meðan leiknum stóð en Klæmint tókst að skófla boltanum yfir markið.
Sjón er sögu ríkari.