Það er allt útlit fyrir það að Granit Xhaka sé nú búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Arsenal.
Fjölmargir miðlar hafa staðfest það að hann sé á leið aftur til Þýskalands eftir sjö ár í London.
Arsenal gekk frá kaupum á Xhaka árið 2016 en hann lék þá með Gladbach í Þýskalandi.
Xhaka skoraði tvennu í lokaleik sínum í gær gegn Wolves en Arsenal vann sannfærandi 5-0 sigur.
Eftir leik virtist nokkuð augljóst að miðjumaðurinn væri að kveðja eins og má sjá hér fyrir neðan.
🚨 Granit Xhaka walking around the stadium as he says goodbye to the Emirates and that Arsenal fans. His family including his wife and kids are also with him, we wish you well, Granit ❤️pic.twitter.com/bZLAxOoznH
— afcsphere (@afcsphere) May 28, 2023